Hoppa yfir valmynd
1. október 2008 Heilbrigðisráðuneytið

Ný lyfjalög taka gildi

Í dag 1. október, taka gildi breytingar á lyfjalögum en meðal nýmæla sem er í lögunum er afnám banns við póstverslun með lyf.

Guðlaugur Þór Þórðarson, heilbrigðisráðherra, hefur sagt að hann vonist til að gilditaka laganna lækki lyfjaverð álíka mikið og gerðist í vor þegar lagafrumvarpið var lagt fram en þá lækkaði t.d. Actavis tiltekin lyf um að meðaltali 20% og nam lækkunin þá að minnsta kosti 120 milljónum krónum.

Lögin sem nú taka gildi hafa m.a. í för með sér að leyfisveitingar á sviði lyfjamála flytjast frá heilbrigðisráðuneyti til Lyfjastofnunar og er þetta gert til að einfalda stjórnsýsluna og gera hana gegnsærri. Jafnframt er verið að tryggja markvissari málsmeðferð og réttaröryggi með því að unnt verði að fá ákvörðun endurskoðaða á hærra stjórnsýslustigi, þ.e. hjá ráðherra. Annað nýmæli í lögunum er sú breyting að heimila sölu nikótín- og flúorlyfja utan lyfjabúða. Tilgangur ákvæðisins er að auka aðgengi að þessum lyfjum og auka samkeppni í sölu þeirra, en búast má við að verð þeirra lækki í kjölfarið. Þessi lyf eru notuð í forvarnaskyni, annars vegar til að hjálpa reykingamönnum að hætta að reykja og hins vegar til tannverndar.

Þá verður með lagabreytingunni heimil póstverslun með lyf sem áður var bönnuð. Þetta felur í sér að opnað er fyrir póstverslun innanlands og hins vegar er opnað fyrir erlendan markað með lyf sem hafa markaðsleyfi hér á landi. Gert er ráð fyrir að póstverslunin verði bundin lyfsöluleyfum og sé í tengslum við starfandi lyfjabúð til þess að hún falli að þeirri umgjörð sem búin er lyfjaverslun í landinu og á Evrópska efnahagssvæðinu. Þess er vænst að samkeppni aukist á lyfjamarkaði sem muni leiða til lækkunar lyfjaverðs.

 

Sjá nánar á vef Alþingis (opnast í nýjum glugga):

 

 



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta