Hoppa yfir valmynd
7. október 2008 Heilbrigðisráðuneytið

Skipunartími sérfræðiráða framlengdur

Heilbrigðisráðherra hefur skrifað formönnum ráða Lýðaheilsustöðvar bréf og óskað eftir því að ráðin starfi áfram, en skipunartími ráðanna rann út 30. sept. 2008.

Unnið er að endurskoðun laga um Lýðheilsustöð og verður frumvarp væntanlega lagt fyrir Alþingi á haustþingi. Heilbrigðisráðherra hefur því ákveðið að fresta endurskipun í ráðin og óskar eftir því að ráðin starfi áfram þar til ný lög liggja fyrir.

Formönnum eftirfarandi ráða hafa verið send bréf með ósk um áframhaldandi starf:

  • Landsnefnd um lýðheilsu
  • Tannverndarráð
  • Tóbaksvarnaráð
  • Slysavarnaráðs
  • Manneldisráð
  • Áfengis- og vímuvarnaráð


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta