Hoppa yfir valmynd
7. október 2008 Heilbrigðisráðuneytið

Heilbrigðisráðherra tekur upplýsingavef í notkun

Heilbrigðisráðherra opnaði í hádeginu upplýsingavefinn umhuga.is sem er upplýsingavefur sem miðar að því draga saman upplýsingar er varða geðheilsu barna og ungmenna.

Á umhuga.is geta menn nálgast á einum stað upplýsingar um helstu þætti í uppeldi og aðstæðum barna og unglinga sem hafa áhrif á geðheilsu þeirra á uppvaxtarárunum. Á vefnum verða einnig upplýsingar um þunglyndi og kvíða og upplýsingar um hvert er hægt að leita til að fá aðstoð.

Umhuga.is er forvarnarverkefni á vegum verkefnisins Þjóð gegn þunglyndi og samstarfsaðila þess. Þjóð gegn þunglyndi hefur frá stofnun einbeitt sér að þunglyndi og sjálfsvígum fullorðinna, m.a. í samstarfi við European Alliance Against Depression, en nú beina menn sjónum sínum að aðstæðum barna og unglinga.

Ávarp ráðherra við opnunina.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta