Hoppa yfir valmynd
8. október 2008 Heilbrigðisráðuneytið

Vilji til að sameina heimahjúkrun og félagslega heimaþjónustu

Borgarstjóri og heilbrigðisráðherra undirrita viljayfirlýsinguna
Hanna Birna Kristjánsdóttir, borgarstjóri og Guðlaugur Þór Þórðarson, heilbrigðisráðherra undirrita viljayfirlýsinguna.

Formlegar viðræður hafa um nokkurt skeið verið milli heilbrigðisráðuneytis og Reykjavíkurborgar um að ráðuneytið feli borginni stjórnun heimahjúkrunar með þjónustusamningi. Það er stefna bæði borgaryfirvalda og ríkisstjórnar að fólk geti sem lengst búið á eigin heimili við öryggi og þátttöku í samfélaginu þrátt fyrir veikindi eða færniskerðingu. Það er trú stjórnvalda að sameining félagslegrar heimaþjónustu og heimahjúkrunar ásamt styrkingu þjónustunnar sé liður í því að ná þessu markmiði og því er ráðist í þetta verkefni nú. Reynslan af samþættingarverkefni félagslegrar heimaþjónustu og heimahjúkrunar hefur sýnt að skipulagt samstarf milli þjónustuaðila skilar betri yfirsýn yfir þarfir notenda og heildstæðari þjónustu við notendur. Talið er að unnt verði að ná enn betri árangri með því að stíga skrefi lengra með samningi um sameiginlegt skipulag og stjórnun þjónustunnar. Litið er svo á að aðgangur að þjónustunni verði einfaldari með einni þjónustugátt, þjónustan markvissari og auðveldara að sníða hana að þörfum einstakra notenda.

Með ofangreint í huga lýstu heilbrigðisráðherra og borgarstjórinn í Reykjavík yfir vilja til þess að gera þjónustusamning til þriggja ára í tilraunaskyni, þar sem kveðið verður á um að Reykjavíkurborg muni fara með stjórn heimahjúkrunar í borginni.

Borgarstjóri og heilbrigðisráðherra ásamt Guðjóni Sigurðssyni og Margréti Margeirsdóttur
      

 

 

 

 

 

 

 

Borgarstjóri og heilbrigðisráðherra með Guðjóni Sigurðssyni frá MND félaginu og Margréti Margeirsdóttur, frá félagi eldri borgara í Reykjavík.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta