Hoppa yfir valmynd
23. september 2021 Dómsmálaráðuneytið

María og Sigríður Rut skipaðar í embætti héraðsdómara

María Thejll og Sigríður Rut - myndDMR

Dómsmálaráðherra hefur skipað Maríu Thejll í embætti dómara með fyrsta starfsvettvang við Héraðsdóm Reykjaness frá 1. október 2021 og Sigríði Rut Júlíusdóttur í embætti dómara með fyrsta starfsvettvang við Héraðsdóm Reykjavíkur frá sama degi.

María Thejll lauk embættisprófi frá lagadeild Háskóla Íslands árið 1990. Hún hefur starfað sem lögmaður í um 13 ár, þar af með réttindi til málflutnings fyrir Hæstarétti Íslands frá árinu 2017. Þá hefur hún meðal annars starfað sem skrifstofustjóri í samgönguráðuneytinu, sem forstöðumaður Lagastofnunar Háskóla Íslands og Mannréttindastofnunar Háskóla Íslands, skrifstofustjóri lagadeildar Háskóla Íslands, sem stundakennari við þá lagadeild og sem formaður eftirlitsnefndar með fjárhagslegri endurskipulagningu heimila og fyrirtækja. Þá var hún um skeið ritstjóri ritraðar sem Lagastofnun Háskóla Íslands hefur gefið út með fræðilegum ritgerðum um lögfræðileg efni.

Sigríður Rut Júlíusdóttir lauk embættisprófi frá lagadeild Háskóla Íslands árið 1999 og framhaldsnámi með áherslu á hugverkarétt frá Stanford háskóla 2011. Hún hefur í um tvo áratugi starfað sem lögmaður, þar af með réttindi til málflutnings fyrir Hæstarétti Íslands frá árinu 2007. Þá hefur hún sinnt kennslu í lögfræði við íslenska háskóla, setið stjórn Orkuveitu Reykjavíkur, höfundaréttarnefnd, höfundaréttarráði, laganefnd Lögmannafélags Íslands og nefnd um bætur á sviði tjáningar-, fjölmiðla og upplýsingafrelsis og ritað um lögfræði á opinberum vettvangi.


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta