Hoppa yfir valmynd
9. janúar 2014 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Sendiherrar réttinda fatlaðs fólks starfa áfram

Á skólabekk
Á skólabekk

Sendiherraverkefnið sem Fjölmennt annast og felur í sér kynningu á samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks hefur verið framlengt til ársloka 2014. Skrifað var undir samning Fjölmenntar og velferðarráðuneytisins um framlengingu verkefnisins fyrir skömmu.

Sendiherraverkefni hófst vorið 2011. Landssamtökin Þroskahjálp höfðu þá lagt áherslu á nauðsyn þess að fatlað fólk fengi sjálft möguleika á því að nýta sér samning Sameinuðu þjóðanna í baráttu sinni fyrir bættum réttindum og auknum tækifærum. Forsenda þess væri að fatlaðir einstaklingar fengu skilið hvað í samningnum felst og tileinkað sér innihald hans. Sjö manna hópur fólks með þroskahömlun hefur starfað við sendiherraverkefnið og fengið til þess markvissa fræðslu og aðstoð við að skilja hvað í samningnum felst og þekkja ákvæði hans.

Nánari upplýsingar um sendiherraverkefnið eru á vef Félags Sameinuðu þjóðanna á Íslandi og á vef Fjölmenntar. Á vef innanríkisráðuneytisins er vefsvæði með upplýsingum um samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og ný íslensk þýðing á samningnum sjálfum.

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta