Mannanafnanefnd, úrskurðir 8. maí 2003
Þann 8. maí 2003, var fundur haldinn í Mannanafnanefnd. Fundinn sátu Andri Árnason, formaður, Guðrún Kvaran og Margrét Jónsdóttir.
Eftirtalin mál voru tekin til afgreiðslu:
Mál nr. 25/2003
Eiginnafn: Engilbjört (kvk.)
Kveðinn er upp svohljóðandi úrskurður:
Eiginnafnið Engilbjört tekur eignarfallsendingu (Engilbjartar) og telst að öðru leyti fullnægja 1. mgr. 5. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn.
Úrskurðarorð:
Beiðni um eiginnafnið Engilbjört er tekin til greina og skal það fært á mannanafnaskrá.
Mál nr. 26/2003
Eiginnafn: Þórunnbjörg (kvk.)
Kveðinn er upp svohljóðandi úrskurður:
Þórunnbjörg telst ekki myndað í samræmi við almennar nafnamyndunarreglur íslensks máls og telst því brjóta í bága við íslenskt málkerfi. Þá hefur Þórunnbjörg ekki unnið sér hefð í íslensku máli, sbr. 5. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn.
Úrskurðarorð:
Beiðni um eiginnafnið Þórunnbjörg er hafnað.
Mál nr. 27/2003
Eiginnafn: Arianna (kvk.)
Kveðinn er upp svohljóðandi úrskurður:
Nafnið Arianna telst ekki ritað í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls og fullnægir því ekki 1. mgr. 5. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn.
Úrskurðarorð:
Beiðni um eiginnafnið Arianna er hafnað.
Mál nr. 28/2003
Eiginnafn: Marela (kvk.)
Kveðinn er upp svohljóðandi úrskurður:
Eiginnafnið Marela tekur eignarfallsendingu (Marelu) og telst að öðru leyti fullnægja 1. mgr. 5. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn.
Úrskurðarorð:
Beiðni um eiginnafnið Marela er tekin til greina og skal það fært á mannanafnaskrá.
Mál nr. 29/2003
Eiginnafn: Dara (kvk.)
Kveðinn er upp svohljóðandi úrskurður:
Eiginnafnið Dara tekur eignarfallsendingu (Döru) og telst að öðru leyti fullnægja 1. mgr. 5. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn.
Úrskurðarorð:
Beiðni um eiginnafnið Dara er tekin til greina og skal það fært á mannanafnaskrá.
Mál nr. 30/2003
Eiginnafn: Alva (kvk.)
Kveðinn er upp svohljóðandi úrskurður:
Eiginnafnið Alva tekur eignarfallsendingu (Ölvu) og telst að öðru leyti fullnægja 1. mgr. 5. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn.
Úrskurðarorð:
Beiðni um eiginnafnið Alva er tekin til greina og skal það fært á mannanafnaskrá.
Mál nr. 31/2003
Breyting á rithætti: Antónia verður Antonía
Kveðinn er upp svohljóðandi úrskurður:
Með bréfi Hagstofu Íslands, þjóðskrár, dags. 14. apríl 2003 var óskað úrskurðar mannanafnanefndar um beiðni um að ritháttur eiginnafns verði lagaður að íslensku ritmáli og ritað Antonía.
Með vísan til 22. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn og með hliðsjón af 4. mgr. 8. gr. laganna, er fallist á ofangreinda beiðni.
Úrskurðarorð:
Beiðni um breytingu á rithætti eiginnafns úr Antónia í Antonía er samþykkt.
Fleira ekki gert.
Fundi slitið.