Mannanafnanefnd, úrskurðir 15. apríl 2003
Mannanafnanefnd, úrskurðir 15. apríl 2003
Þann 15. apríl 2003, var fundur haldinn í Mannanafnanefnd. Fundinn sátu Andri Árnason, formaður, Guðrún Kvaran og Margrét Jónsdóttir.
Eftirtalin mál voru tekin til afgreiðslu:
Mál nr. 19/2003
Eiginnafn: Anína (kvk.)
Kveðinn er upp svohljóðandi úrskurður:
Eiginnafnið Anína tekur eignarfallsendingu (Anínu) og telst að öðru leyti fullnægja 1. mgr. 5. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn.
Úrskurðarorð:
Beiðni um eiginnafnið Anína er tekin til greina og skal það fært á mannanafnaskrá.
Mál nr. 20/2003
Eiginnafn: Dísella (kvk.)
Kveðinn er upp svohljóðandi úrskurður:
Eiginnafnið Dísella tekur eignarfallsendingu (Dísellu) og telst að öðru leyti fullnægja 1. mgr. 5. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn.
Úrskurðarorð:
Beiðni um eiginnafnið Dísella er tekin til greina og skal það fært á mannanafnaskrá.
Mál nr. 21/2003
Eiginnafn: Tea(kvk.)
Kveðinn er upp svohljóðandi úrskurður:
Eiginnafnið Tea tekur eignarfallsendingu (Teu) og telst að öðru leyti fullnægja 1. mgr. 5. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn.
Úrskurðarorð:
Beiðni um eiginnafnið Tea er tekin til greina og skal það fært á mannanafnaskrá.
Mál nr. 22/2003
Aðlögun kenninafns: Jacoboson verði Jakobsson
Kveðinn er upp svohljóðandi úrskurður:
Með bréfi Hagstofu Íslands, þjóðskrár, dags. 18. mars 2003 var óskað úrskurðar mannanafnanefndar um beiðni um aðlögun kenninafns að erlendu eiginnafni föður og að kenninafn verði Jakobsson.
Með vísan til heimildar í 4. mgr. 8. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn, um aðlögun kenninafna sem dregin eru af erlendum eiginnöfnum, er fallist á ofangreinda beiðni.
Úrskurðarorð:
Ofangreind beiðni um aðlögun kenninafns að erlendu eiginnafni föður, Jakobsson, er tekin til greina.
Mál nr. 23/2003
Aðlögun kenninafns: Johnsdóttir verði Jónsdóttir
Kveðinn er upp svohljóðandi úrskurður:
Með bréfi Hagstofu Íslands, þjóðskrár, dags. 20. mars 2003 var óskað úrskurðar mannanafnanefndar um beiðni um aðlögun kenninafns að erlendu eiginnafni föður og að kenninafn verði Jónsdóttir auk ættarnafns.
Með vísan til heimildar í 4. mgr. 8. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn, um aðlögun kenninafna sem dregin eru af erlendum eiginnöfnum, er fallist á ofangreinda beiðni.
Úrskurðarorð:
Ofangreind beiðni um aðlögun kenninafns að erlendu eiginnafni föður, Jónsdóttir, er tekin til greina.
Mál nr. 24/2003
Eiginnafn: Ástvar (kk.)
Kveðinn er upp svohljóðandi úrskurður:
Eiginnafnið Ástvar tekur eignarfallsendingu (Ástvars) og telst að öðru leyti fullnægja 1. mgr. 5. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn.
Úrskurðarorð:
Beiðni um eiginnafnið Ástvar er tekin til greina og skal það fært á mannanafnaskrá.
Fleira ekki gert.
Fundi slitið.