Hoppa yfir valmynd
20. febrúar 2009 Innviðaráðuneytið

Markmiðið að enginn látist í umferðarslysum

Umferðarráð hélt í gær fyrsta fund sinn eftir nýja skipan og samþykkti ályktun þar sem hvatt er til þess að yfirvöld og landsmenn stuðli að framtíðarsýn um að enginn látist í umferðarslysum og að alvarlegum slysum fækki til muna. Ályktunin fer hér á eftir.

Nú þegar hafa þrír einstaklingar látist það sem af er þessu ári í umferðarslysum. Það er óásættanlegt. Þrátt fyrir að fjöldi látinna í umferð hafi verið með lægsta móti á síðasta ári er full ástæða til að halda vöku sinni og slá hvergi af í baráttunni gegn umferðarslysum.

Markmið okkar er að enginn látist í umferðarslysum og alvarlegum slysum í umferð fækki til muna. Bent er á í þessu sambandi að ekkert banaslys varð á sjó á síðasta ári hér við land, sem er afrakstur áralangrar baráttu fyrir öryggi sjómanna. Sama þróun hefur átt sér stað í flugi, en enginn hefur látið lífið í íslenskt skráðu loftfari á síðastliðnum átta árum. Það gefur okkur von um að slíkum árangri sé hægt að ná í umferðinni.

Umferðarráð hvetur eindregið til þess að landsmenn allir og stjórnvöld stuðli að því að slík framtíðarsýn sé möguleg.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta