Hoppa yfir valmynd
20. febrúar 2009 Innviðaráðuneytið

Lög kveði á um umferðarfræðslu í skólum

Komin er út skýrsla um umferðarfræðslu í skólum sem tekin var saman að beiðni samgönguráðherra. Hefur hún að geyma stutta lýsingu á umferðaröryggi barna á Íslandi og tillögur um að styrkja umferðarfræðslu í skólum.

Skýrsla um umferðarfræðslu í skólum - forsíða skýrslu
Skýrsla um umferðarfræðslu í skólum

Meðal tillagna skýrsluhöfunda er að til séu lög sem kveði á um að umferðarfræðsla skuli veitt í skólum og að fræðsluyfirvöld ábyrgist að fyrir liggi raunhæfur grundvöllur fyrir umferðarfræðslu innan skólakerfisins. Fram kemur í skýrslunni að til að umferðarfræðsla skili sem bestum árangri verði hún að byrja snemma, helst á leikskólastigi og halda áfram fram á fullorðinsár. Aðlaga verði fræðsluna gaumgæfilega eftir aldri og þroska nemenda.

Skýrsluhöfundur er Valdimar Briem, prófessor við sálfræðideild háskólans í Lundi í Svíþjóð. Hann hefur um árabil verið stjórnadi rannsóknarhópa á sviði öryggis barna og unglinga, og auk þess fengist við ýmis rannsóknarverkefni um umferð og öryggi, m.a. um athyglistruflunir af völdum farsímanotkunar við akstur og um sálræn áhrif dauðaslysa á járnbrautum og vegum.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta