Hoppa yfir valmynd
13. nóvember 2018

HÁTT & LÁGT - Samtímalist frá Íslandi

Sýningin HÁTT & LÁGT samanstendur af verkum frá áttunda áratug síðstu aldar til dagsins í dag eftir tíu samtímalistamenn frá Íslandi sem vinna í ólíka miðla. Titillinni vísir til hinna óútreiknanlegu veðurskilyrða á Íslandi sem orsakast af hæðum og lægðum sem ganga á víxl yfir Norður-Atlantshafið. Þetta kerfi stígandi og fallandi strauma er hugmyndafræðilegur rammi sýningarinnar og vísar ekki aðeins í form verkanna heldur nær einnig utan um inntak þeirra. Á sýningunni eru verkin ýmist með persónulegan, pólitískan og/eða póetískan undirtón, en leistast er við að gefa margþætta mynd af íslenskri menningu gegnum sögu samtímalistar landsins. Hér munu áhorfendur upplifa skin og skúri, uppgang og hnignun auk hæða og lægða lífsins og listarinnar. 

 

HÁTT & LÁGT leiðir saman listamenn af ólíkum kynslóðum sem allir eiga það sameiginlegt að beita þverfaglegri nálgun við listsköpun þar sem aðferðir ólíkra greina sameinast, hvort sem er úr myndlist, ljóðlist eða sviðslistum, tónlist, dansi eða leikhúsi. Þátttakendur eru: Arna Óttarsdóttir, Arnar Ásgeirsson, Ásta Fanney Sigurðardóttir, Birgir Andrésson, Hildur Hákonardóttir, Magnús Pálsson, Sigurður Guðjónsson, Una Björg Magnúsdóttir, Örn Alexander Ámundason & Una Margrét Árnadóttir, Þóranna Dögg Björnsdóttir í samstarfi við Nicolas Kunysz og Veðurstofu Íslands. 

 

Mennta- og menningarmálaráðherra Lilja Dögg Alfreðsdóttir mun opna sýninguna þann 30. nóvember kl. 16. Við bjóðum alla velkomna á opnunina á Norðurbryggju í Kaupmannahöfn.

Við opnunina verður einnig varpað sjálfstæðu videóverki eftir Ólaf Elíasson á framhlið Norðurbryggju. Verk Ólafs verður einungis sýnt við opnun sýningarinnar og við hátíðardagskrá í tilefni af aldarafmæli Fullveldisins, sem einnig fer fram á Norðurbryggju í Kaupmannahöfn 1. desember frá kl. 15-20. 

 

Sýningin HÁTT & LÁGT er skipulögð af Sendiráði Íslands í Kaupmannahöfn í tilefni af 100 ára afmæli fullveldis Íslands, sýningarstjóri er H.K. Rannversson, deildarstjóri sýninga á Norðurbryggju (Nordatlantens Brygge). 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta