Tvísköttunarsamningur við Kýpur
Undirritaður hefur verið samningur milli Íslands og Kýpur til að komast hjá tvísköttun og koma í veg fyrir undanskot frá skattlagningu og nær samningurinn til tekjuskatta.
Undirritunin fór fram í sendiráði Kýpur í Stokkhólmi og undirritaði Gunnar Gunnarsson sendiherra samninginn fyrir hönd Íslands en Andreas Kakouris sendiherra Kýpur í Svíþjóð fyrir hönd Kýpur.
Samninginn sjálfan og nánari upplýsingar má finna á vef fjármála- og efnahagsráðuneytis