Opinn fundur um Sundabraut
Samgönguráðherra efnir á miðvikudagskvöld til opins fundar um Sundabraut. Fundurinn verður haldinn í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur og hefst klukkan 20.
Tilgangur fundarins er að upplýsa borgarbúa og annað áhugafólk um samgöngur um fyrirhugaða Sundabraut, mögulega útfærslu hennar og kostnað. Kristján L. Möller samgönguráðherra ávarpar fundinn í upphafi og síðan fjalla sérfræðingar Vegagerðarinnar um Sundabraut. Þá munu borgarfulltrúarnir Gísli Marteinn Baldursson og Dagur B. Eggertsson einnig ávarpa fundinn. Að loknum erindum verður gefinn kostur á umræðum. Fundarstjóri verður Róbert Marshall, aðstoðarmaður samgönguráðherra.