Hoppa yfir valmynd
28. nóvember 2018 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Fjármálaráðherrar Íslands og Danmerkur ræddu efnahagsmál ríkjanna

Bjarni Benediktsson ásamt Kristian Jensen, fjármálaráðherra Danmerkur á fundi í Kaupmannahöfn. - mynd

Fjármálaráðherrar Íslands og Danmerkur hittust síðdegis í gær í Kaupmannahöfn á fundi Dansk-íslenska viðskiptaráðsins, sem haldinn var í tilefni 100 ára fullveldisafmælis Íslands. Efnahagsmál ríkjanna tveggja voru í deiglunni, sameiginlegar og ólíkar áskoranir.

Á fundinum sagði Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra í stuttu máli hvernig íslenskt efnahagslíf hefði þróast frá því landið fékk fullveldi, frá fábreyttum atvinnuháttum og lokuðu hagkerfi yfir í að vera alþjóðasinnuð útflutningsþjóð, með lægstu tolla Evrópu og fjölbreytt og sveigjanlegt atvinnulíf. Kristian Jensen, fjármálaráðherra Danmerkur talaði um danskt efnahagslíf og sýn sína á mögulegar umbætur á dönskum vinnumarkaði. Að loknum framsögum ráðherranna voru umræður sem hagfræðingurinn og Íslandsáhugamaðurinn Lars Christensen stjórnaði.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta