Hoppa yfir valmynd
27. september 2022 Menningar- og viðskiptaráðuneytið

Er þitt sveitarfélag menningarborg ársins 2028?

Menningar- og viðskiptaráðuneyti minnir á auglýsingu Evrópusambandsins um titilinn Menningarborg Evrópu (e. European Capital of Culture - ECOC) árið 2028.  Þó svo að orðið borgir komi fram í titlinum, þá eru engin stærðarmörk varðandi það hvaða borgir eða bæir geti sótt um. 

Hugmyndin að Menningarborg Evrópu er runnin undan rifjum grísku söng- og leikkonunnar Melinu Mercouri sem var menningarmálaráðherra Grikklands snemma á níunda áratug síðustu aldar. Aþena, höfuðborg Grikklands, varð fyrst borga Evrópu til að hljóta útnefningu. Þá var Reykjavík meðal níu Menningarborga Evrópu árið 2000. 
Ein þessara þriggja borga sem verður fyrir valinu árið 2028 á því möguleika á að hljóta Melina Mercouri verðlaunin, að upphæð 1,5 m. EUR, sem er styrkt af áætlun Evrópusambandsins sem styður menningu á þeim tíma sem verðlaunin eru veitt.

Markmið verkefnisins er að auka gagnkvæm kynni íbúa Evrópu, draga fram sameiginleg einkenni álfunnar en leggja jafnframt áherslu á fjölbreytileika landanna og menningarlega sérstöðu einstakra borga og bæja.

 

Árið 2028 munu 3 borgir/bæir bera titilinn menningarhöfuðborg Evrópu. Ein í Tékklandi, ein í Frakklandi og ein í EFTA/EES  ríki eða ríki sem er umsækjandi að aðild að Evrópusambandinu. Sótt er um hjá Evrópusambandinu, nánar tiltekið í gegnum: Culture, Creativity and Sport" Directorate (within the Directorate-General for Education, Youth, Sport and Culture of the European Commission).

 

Vinsamlegast athugið að áhugasöm íslensk sveitarfélög þurfa að tilkynna skriflega um áform sín um að leggja fram umsókn a.m.k. mánuði áður en umsóknarfrestur rennur út, þ.e.a.s. 11. október 2022, með því að senda tölvupóst á [email protected].

Umsækjendum verður tilkynnt um móttöku umsóknar þeirra innan 15 virkra daga. Með því að senda inn umsókn, samþykkja umsækjendur að umsókn þeirra, bæði við forval og lokaval, verði gerðar opinberar á vefsíðu framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins: https://ec.europa.eu/culture/policies/culture-cities-and-regions/european-capitals-culture

 

Umsækjendur um titilinn Menningarhöfuðborg Evrópu árið 2028 skulu senda inn umsókn á samkvæmt upplýsingum sem skilgreindar eru á vef framkvæmdarstjórnar Evrópusambandsins: https://culture.ec.europa.eu/document/call-for-applications-for-2028-european-capital-of-culture-for-cities-in-eftaeea-candidate-and-in-potential-candidates-for-eu-membership-countries

 

Senda þarf tuttugu pappírseintök og eitt pdf eintak af umsókninni á ensku á eftirfarandi póstfang og netfang eigi síðar en 11. nóvember 2022 til:

 

European Commission

DG EAC

Directorate Culture, Creativity and Sport

Creative Europe Programme – Unit D2

J 70 2/015

1049 Brussels, Belgium 

E-mail: [email protected]

 

Nánari upplýsingar um menningarborg Evrópu og umsóknargögn má nálgast á eftirfarandi vefsíðum:

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta