Fé veitt til hönnunar menningarsalar á Selfossi
Í viðræðum mennta- og menningarmálaráðuneytis við sveitarfélagið Árborg á undanförnum mánuðum hefur ítarlega verið farið yfir forsendur þarfagreiningar og kostnaðaráætlunar vegna salarins. Endurskoðuð þarfagreining gerir ráð fyrir nauðsynlegum breytingum, m.a. í anddyri, móttöku og frágangi utandyra og hljóðar uppfærð kostnaðaráætlun upp á 472 milljónir kr. og gerir ráð fyrir að framkvæmdir myndu taka um 2-3 ár. Fulltrúar sveitarstjórnar Árborgar hafa óskað eftir því að framlag ríkisins verði 60% líkt og við uppbyggingu menningarhúsa víða um landið.