Hoppa yfir valmynd
30. nóvember 2004 Innviðaráðuneytið

3ja milljarða arður af aðgerðum umferðaröryggisáætlunar

Á Umferðarþingi 2004 kynnti samgönguráðherra væntanlega umferðaröryggisáætlun. Sett eru fram markmið um árangur til ársins 2016 og má segja að ný hugsun liggi að baki þessari vinnu.

  1. Nú er í fyrsta sinn lögð fram áætlun með samþættum aðgerðum sem ná til umferðareftirlits, áróðurs og vegaumbóta.
  2. Þar er í fyrsta sinn gerð áætlun sem byggir á arðsemi aðgerða með því að bera saman kostnað við ákveðnar aðgerðir og ávinning og forgangsraða samkvæmt því. Val aðgerða fer eftir mati á arðsemi. Einungis þau verkefni sem skiluðu umtalsverðum arði náðu inn í tillöguna og samkvæmt mati stýrihópsins munu verkefnin skila a.m.k. 3ja milljarða króna arði til þjóðfélagsins, miðað við 10 ára afskriftartíma og 7% arðsemiskröfu.
  3. Í áætluninni er gerð tillaga um fjármögnun aðgerða sem marka ákveðin tímamót hér á landi. Samgönguráðherra tilkynnti í ræðu sinni að hann myndi leggja 400 m.kr. til umferðaröryggismála eða tæplega 1,6 milljarð á næstu fjórum árum og er þess vænst að þeir fjármunir muni skila sér ríflega til baka samkvæmt útreikningum að baki áætlunarinnar.
  4. Umferðaröryggisáætlun verður hluti samgönguáætlunar og þar með eru umferðaröryggismál viðurkennd sem hluti uppbyggingar á samgöngumannvirkjum.

Björn Ágúst Björnsson sérfræðingur í samgönguráðuneytinu og formaður stýrihóps um endurskoðaða áætlun fjallaði nánar um umferðaröryggisáætlun á Umferðarþinginu. Sjá glærukynninguna hér (PPT - 120KB)



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta