Hoppa yfir valmynd
30. nóvember 2004 Heilbrigðisráðuneytið

Bótaréttur endurreiknaður á grundvelli tekna

Um helmingur lífeyrisþega fær svokallaða eingreiðslu frá Tryggingastofnun ríkisins í desember þegar bótaréttur einstaklinganna hefur verið endurreiknaður samkvæmt endanlegum upplýsingum um tekjur ársins 2003. Á grundvelli upplýsinganna sem eru frá skattayfirvöldum þurfa svo um 10.700 manns að greiða til baka þar sem tekjur þeirra urðu hærri en reiknað var með. Bótaréttur tæplega 42 þúsund manna var endurreiknaður á grundvelli endanlegra tekna m.v. álagningu skattayfirvalda. Í frétt frá Tryggingastofnun ríkisins segir: "Inneignir eru í flestum tilvikum innan við 50 þúsund krónur en tæplega 8 þúsund lífeyrisþegar eiga minna en 10 þúsund króna inneign hjá TR. Skuldir eru flestar undir 50 þúsundum króna. Umræddar fjárhæðir koma til með að lækka sem nemur staðgreiðslu skatta. Kröfur sem eru 3 þúsund krónur eða lægri verða felldar niður. Í þeim hópi eru 1.175 lífeyrisþegar og fjárhæðin nemur samtals rúmri hálfri annarri milljón króna. Hjá um 6 þúsund lífeyrisþegum þarf ekki að gera neinar leiðréttingar."


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta