Dregur úr neyslu vímuefna meðal ungmenna
Lýðheilsustöð kynnti í morgun í Hinu húsinu niðurstöður úr ESPAD (European Scool Project on Alcohol and Other Drugs) rannsókn á vímuefnaneyslu evrópskra skólanema, en niðurstöðurnar eru kynntar í 35 evrópulöndum samtímis. Íslenskir rannsakendur hafa verið með í samanburðarrannsóknum ESPAD frá 1995, en það eru Rannsóknir og greining og Þóroddur Bjarnason, prófessor við Háskólann á Akureyri, sem hafa tekið þátt í þessu alþjóðlega samstarfi. Kynnti Þóroddur niðurstöðurnar á fundinum í morgun. Í máli Jóns Kristjánssonar kom fram að hann fagnaði niðurstöðunum því sér sýndist draga úr neyslu vímuefna meðal tíundu bekkinga á Íslandi. Vildi ráðherra þakka ungmennunum sjálfum sérstaklega fyrir ábyrga afstöðu og þá virðingu fyrir sjálfum sér sem fram kæmi í minnkandi neyslu. Á heimasíðu Lýðheilsustöðvar eru birtar niðurstöður rannsóknarinnar.
Nánar...