5. nóvember 2018 Þórir Ibsen afhenti Jánus Áder, forseta Ungverjalands, trúnaðarbréf sem sendiherra Íslands gagnvart Ungverjalandi
Þórir Ibsen sendiherra afhenti þann 5. nóvember, 2018, Jánus Áder, forseta Ungverjalands, trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands gagnvart Ungverjalandi með aðsetur í Reykjavík. Við tilefnið ræddu þeir meðal annars um loftslagsmál, endurnýjanlega orku og framtíð Norðurskautsins. Í kjölfarið átti hann fundi með embættismönnum um viðskipti ríkjanna, einkum á sviði jarðvarma, Uppbyggingarsjóð EES og íslenska stúdenta í læknisfræðinámi í Debrecen. Íslensk jarðvarmafyrirtæki hafa starfað um nokkurt skeið í Ungverjalandi og tók Þórir hús á skrifstofu Mannvits í Búdapest þar sem Árni Magnússon tók á mótin honum.Efnisorð