Fundargerð 2. fundar starfshóps, 23. september 2015
Fundarstaður: Velferðarráðuneytið, Stefnið.
Fundartími: Mið. 23. september 2015, kl. 10:00-12:00.
Mætt: Berglind Magnúsdóttir, Bryndís Snæbjörnsdóttir, Rósa G. Bergþórsdóttir, Sigríður Jónsdóttir og Tryggvi Þórhallsson (TÞ).
- Minnispunktar 1. fundar, 15. sept. 2015
Ekki komu fram athugasemdir við útsenda minnispunkta.
- Kynning á tölfræði og niðurstöðum kannanna í málefnum fatlaðs fólks frá yfirfærslu málaflokksins árið 2011.
Liðnum var frestað þar sem ekki voru allir mættir á fundinn.
- Aðgangur og gögn á hópvinnusvæði
Undirbúningur er hafinn og verður svæðið líklega opnað í byrjun næstu viku. Lögð var áhersla á mikilvægi góðs skipulags og flokkun gagna á svæðinu.
- Fyrirkomulag samráðs/samráðsaðilar
Dreift var lista yfir samráðsaðila við gerð síðustu framkvæmdaáætlunar í málefnum fatlaðs fólks 2012-2014. Kynnt var fyrirkomulag samráðs við gerð þingsályktunartillögu um fjölskyldustefnu 2015-2020 og síðustu framkvæmdaáætlunar 2012-2014. Þá var rætt um fyrirkomulagið sem haft var við mótun tillögu til þingsályktunar um geðheilbrigðisstefnu og aðgerðaáætlun 2016-2020. Ákveðið var að fá þá sem voru í forsvari við þá vinnu inn á næsta fund til að ræða vinnulagið nánar. Þá kom kom fram að hafin hefur verið vinna við gerð verkefnisáætlunar.
5. Önnur mál
TÞ vakti athygli á stefnumörkun Samband íslenskra sveitarfélaga 2014-2018 og þá einkum greinum 3.3.16 - 3.3.26 þar sem fjallað er um félagsþjónustu og málefni fatlaðs fólks. Mikilvægt er að tekið sé mið af fyrirliggjandi stefnum og áætlunum þegar unnið er að stefnumótun eins og verkefni hópsins gerir ráð fyrir.
Rædd voru ýmis mál tengd málefnum fatlaðs fólks og fyrirkomulag vinnunnar framundan.