Hoppa yfir valmynd
21. október 2015 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Fundargerð 3. fundar starfshóps, 21. október 2015

Fundarstaður: Velferðarráðuneytið, Káetan.
Fundartími:
Mið. 21. október 2015, kl. 11:30-13:00.

Mætt: Bryndís Snæbjörnsdóttir, Halldór Guðbergsson, Sigríður Jónsdóttir og Tryggvi Þórhallsson.

 

Dagskrá

  1. Minnispunktar 2. fundar, 23. sept. 2015.
    Ekki komu fram athugasemdir við útsenda minnispunkta.
  2. Kynning á tölfræði og niðurstöðum kannanna í málefnum fatlaðs fólks frá yfirfærslu málaflokksins árið 2011.
    Sigríður kynnti stuttlega nokkra þætti úr könnununum sem gerðar voru árin 2011 og 2014 og upplýsingar frá Hagstofu úr skráningargögnum. Þar kom m.a. fram að þroskahömlun er algengasta fötlunin hjá þeim sem fá þjónustu sveitarfélaga og er algengari í hópi fullorðinna (18+) en barna, en einhverfa er næst algengasta fötlunin og mun algengari meðal barna en fullorðinna. Geðröskun er næst algengasta röskum meðal fullorðinna, en þroskahömlun hins vegar meðal barna. Niðurstöður kannananna sýna að fækkun er töluverð í fjölda þeirra sem búa í herbergjasambýlum milli áranna 2011 og 2014 eða úr 21% í 14%, samhliða fjölgun í hópi þeirra sem búa í íbúðakjarna úr 9% árið 2011 í 19% árið 2014.  78% allra fullorðinna (18+) voru í virkni á daginn árið 2014, en 22% í engri virkni á daginn. Í vinnu á almennum vinnumarkaði 2014 voru 22% sbr. við 16% árið 2011. 87% voru mjög eða frekar ánægði í vinnunni . Umræður urðu í kjölfar kynningar. Í tengslum við þennan lið greindi Sigríður frá því að fjármagn hafi fengist vegna tveggja aðgerða í gildandi framkvæmdaáætlun annars vegar vegna könnunar á heilbrigði fatlaðs fólks og hins vegar vegna könnunar hjá ólaunuðum umönnunaraðilum og að sú vinna væri hafin.
  3. Aðgangur og gögn á hópvinnusvæði.
    Farið var yfir hvaða gögn eru á sameiginlegu vinnusvæði og greint frá því hvaða gögn eru væntanleg.
  4. Fyrirkomulag samráðs/samráðsaðilar: Þeir sem voru í forsvari við vinnu að geðheilbrigðisáætlun koma á fundinn.
    Þessi liður var felldur niður vegna þess að komið var til móts við óskir fundarmanna um breytta tímasetningu fundar, Fulltrúi ráðuneytis sem ætlaði að kynna vinnu að geðheilbrigðisáætlun komst ekki á breyttum tíma. Þessum efnislið er því frestað til næsta fundar.

5.       Önnur mál
Breyttur fundartími næsta fundar sem verður boðaður miðvikudaginn 4. nóvember kl. 9-11.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta