Sérstakur stýrihópur um samfélagsleg og hagræn viðbrögð við Covid-19 veirunni
Ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum í morgun að setja á fót sérstakan stýrihóp ráðuneytisstjóra allra ráðuneyta um samfélagsleg og hagræn viðbrögð við Covid-19 veirunni.
Útbreiðsla Covid-19 veirunnar hefur víðtæk samfélagsleg og efnahagsleg áhrif um allan heim sem birtist m.a. í lækkun hlutabréfa í kauphöllum og samdrætti í ferðaþjónustu. Stjórnvöld fylgjast náið með framvindu mála og leggja áherslu á að styrkja samhæfingu stjórnvalda þannig að unnt verði að grípa til viðeigandi ráðstafana á hverjum tíma. Stýrihópurinn mun leggja mat á stöðuna og nauðsynleg samfélagsleg og efnahagsleg viðbrögð á hverjum tíma.