Skýrsla um verndun viðkvæmra botnvistkerfa
Hafrannsóknarstofnun hefur skilað skýrslu til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins þar sem stofnunin leggur mat á fimm þætti er varða viðkvæm botnvistkerfi. Skýrslan var unnin að beiðni Kristjáns Þórs Júlíussonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Ráðuneytið mun í framhaldinu vinna að mótun stefnu varðandi verndun viðkvæmra botnvistkerfa innan íslenskrar efnahaglögsögu.
Í skýrslunni er meðal annars að finna yfirlit yfir stöðu þekkingar á útbreiðslu og þéttleika tegunda, yfirlit yfir skilgreiningar eða hópa sem telja má sem einkennistegundir fyrir viðkvæm vistkerfi og greiningu á því hvort einhver þeirra svæða sem hafa verið lokuð í lengri tíma uppfylli skilyrði um að teljast til viðkvæmra botnvistkerfa.