Hoppa yfir valmynd
17. nóvember 2012 Innviðaráðuneytið

Minningardagur um þá sem látist hafa í umferðarslysum sunnudaginn 18. nóvember

Minningarathöfn verður við bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi klukkan 11 á morgun, sunnudaginn 18. nóvember 2012, þar sem minnst verður þeirra sem látist hafa í umferðarslysum og jafnframt heiðraðar þær starfsstéttir sem koma að björgun og aðhlynningu. Frá árinu 1993 hafa Sameinuðu þjóðirnar hvatt aðildarríki til að tileinka þriðja sunnudag nóvember mánaðar minningu fórnarlamba umferðarslysa.

Starfshópur innanríkisráðuneytisins um áratug aðgerða í umferðaröryggi annast undirbúning þessa verkefnis. Í þeim hópi eru fulltrúar Sambands íslenskra sveitarfélaga, Öryrkjabandalagsins, Vegagerðarinnar, innanríkisráðuneytisins, Félags íslenskra bifreiðaeiganda, Landssambands hjólreiðamanna, Umferðarstofu, Landlæknisembættisins, velferðarráðuneytisins, Sniglanna, tryggingarfélaga, Lögregluskólans og Rannsóknarnefndar umferðarslysa.

Landsmenn eru hvattir til að minnast á þessum degi þeirra sem látið hafa lífið í umferðinni og þá sérstaklega á milli klukkan 11 og 12. Öllum er velkomið að taka þátt í athöfninni í Fossvogi.

 Dagskrá:

  • 10:45  Þyrla landhelgisgæslunnar lendir við Landspítalann Fossvogi. Viðbragðsaðilar stilla ökutækjum sínum upp við þyrluna.
  • 11:00  Stjórnandi athafnarinnar setur samkomuna.
  • 11:05  Forseti Íslands flytur ávarp.
  • 11:15  Mínútu þögn til minningar um fórnarlömb umferðarslysa.
  • 11:16  Stjórnandi kynnir aðstandendur segja reynslusögur sínar.
  • 11:35  Stjórnandi segir athöfninni formlega lokið.

 

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta