Hoppa yfir valmynd
28. nóvember 2023 Matvælaráðuneytið

Streymt frá kynningarfundi um eflingu lífrænnar matvælaframleiðslu

Streymt verður frá kynningarfundi um eflingu lífrænnar matvælaframleiðslu sem fer fram fimmtudaginn 30. nóvember í Vox-salnum á Hilton Nordica kl. 10.00.

Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra mun þar kynna drög að aðgerðaáætlun sem hefur verið unnin í matvælaráðuneytinu og byggir á tillögum Umhverfisráðgjafar Íslands ehf. Við mótun áætlunarinnar var einnig tekið mið af annarri stefnumótun á málefnasviðinu, áherslum matvælaráðherra og matvælaráðuneytis.

Að lokinni kynningu ráðherra mun Bryndís Eiríksdóttir, sérfræðingur á skrifstofu landbúnaðar fara nánar yfir helstu tillögur áætlunarinnar sem taka mið af annarri stefnumótun íslenskra stjórnvalda og styðjast við sambærilega stefnumótun á hinum Norðurlöndunum og á vettvangi Evrópusambandsins.

Efling lífrænnar framleiðslu hérlendis er liður í því að styrkja samkeppnisstöðu Íslands gagnvart nágrannalöndunum og um leið samkeppnisstöðu innlendrar matvælaframleiðslu gagnvart innflutningi.

Áætlunin verður einnig birt á samráðsgátt stjórnvalda. Þar geta hagaðilar og almenningur komið athugasemdum á framfæri.

Streymi frá kynningu verður aðgengilegt hér.

Áætlunina má nálgast hér.

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

12. Ábyrð neysla og framleiðsla
17. Samvinna um markmiðin
13. Aðgerðir í loftslagsmálum
15. Líf á landi
14. Líf í vatni
11. Sjálfbærar borgir og samfélög
9. Nýsköpun og uppbygging
3. Heilsa og vellíðan
2. Ekkert hungur

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta