Vegna frétta um sátt Íslandsbanka og fjármálaeftirlits Seðlabankans
Fjármálaeftirlitið hóf í apríl 2022 rannsókn á mögulegum brestum í framkvæmd sölunnar af hálfu Íslandsbanka. Af fjárhæð sektarinnar má ljóst telja að um alvarlegar brotalamir er að ræða.
Bankasýsla ríkisins hefur birt yfirlýsingu vegna málsins þar sem fram kemur að stofnunin muni fylgja málinu eftir í samræmi við lögbundið hlutverk hennar.
Ekki er tímabært að taka efnislega afstöðu til málsins fyrr en nánari upplýsingar um brotin liggja fyrir. Ráðuneytið gerir ráð fyrir að í þeim upplýsingum komi fram með hvaða hætti farið var á svig við reglur og hvernig ábyrgð er háttað enda er mikilvægt til að undirbyggja traust almennings að tekið sé á því ef reglum fjármálamarkaðar er ekki fylgt.