Hoppa yfir valmynd
8. september 2023 Utanríkisráðuneytið

Nýr samningur við frjáls félagasamtök í Úganda

Samtökin vinna að því að bæta lífskjör barna og ungmenna í viðkvæmri stöðu - mynd

Í sendiráði Íslands í Kampala hefur verið undirritaður samningur við samtökin Child Care and Youth Empowerment Foundation (CCAYEF). Um er að ræða innanlands samtök sem vinna að því að bæta lífskjör barna og ungmenna í viðkvæmri stöðu.

CCAYEF styðja stjórnvöld í Buikwe-héraði, sem er annað af tveimur samstarfshéruðum Íslands í Úganda, við innleiðingu úrbóta í vatns- og hreinlætismálum. Í því felst að tryggja að heimili í völdum fiskiþorpum hafi aðgang að og nýti bætta vatns- og hreinlætisaðstöðu.

Með þessum aðgerðum er stefnt að því að efla getu héraðsyfirvalda á þessu sviði. Þar að auki er þeim ætlað að efla samfélög í að sækja rétt sinn og hvetja til samskipta við þjónustuaðila og yfirvöld.

Samningurinn er til eins árs og gildir til október 2024 og hljóðar upp á tæpar 19 milljónir íslenskra króna.

Hildigunnur Engilbertsdóttir forstöðukona sendiráðsins undirritaði samninginn fyrir hönd Íslands.

  • Frá undirritun samningsins. - mynd

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta