Trúnaðarbréf afhent í Kambódíu
Hinn 28. janúar s.l. afhenti Kristín A. Árnadóttir sendiherra Heng Samrin, forseta þjóðþings Kambódíu, trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands gagnvart Kambódíu með aðsetur í Peking. Sendiherra Íslands kom á framfæri vilja íslenskra stjórnvalda til að treysta samvinnu og samskipti ríkjanna. Áhugi Íslendinga á Kambódíu hefur aukist mikið á undanförnum árum sem ekki síst kemur fram í vaxandi fjölda ferðamanna frá Íslandi til Kambódíu. Heng Samrin þingforseti kvað Ísland í hugum Kambódíumanna vera ríki lýðræðis og friðar. Yfirvöld í Kambódíu bindi vonir við aukin viðskiptatengsl og samvinnu um gagnkvæm hagsmunamál. Auk þingforsetans sátu fundinn utanríkisráðherra landsins og fleiri.