Styrkir til gæðaverkefna í heilbrigðisþjónustu
Velferðarráðuneytið auglýsir styrki vegna gæðaverkefna í heilbrigðisþjónustu árið 2016. Að þessu sinni er sérstök áhersla lögð á verkefni sem eru til þess fallin að auka samfellu og samhæfingu í meðferð sjúklinga milli heilsugæslu, sérfræðiþjónustu og sjúkrahúsa.
Í styrkumsókn skulu eftirfrandi atriði meðal annars koma fram: Markmið verkefnis, framkvæmdaáætlun og hvernig nýta megi niðurstöður til að auka öryggi og gæði heilbrigðisþjónustunnar. Sótt skal um í nafni einstakra stofnana og/eða starfseininga.
Umsóknarfrestur er til kl. 12.00 á hádegi, miðvikudaginn 12. október 2016.
Vakin er athygli á að umsækjendum er gert að sækja um rafrænt.