Hoppa yfir valmynd
10. maí 2010 Innviðaráðuneytið

Fundur á Patreksfirði um samgöngumál á Vestfjörðum

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og vegamálastjóri verða meðal ræðumanna á almennum íbúafundi um samgöngumál á Vestfjörðum sem haldinn verður í Félagsheimilinu á Patreksfirði annað kvöld, þriðjudag 11. maí klukkan 20.

Til fundarins boða sveitarstjórnir Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhepps og er fundarefnið sú staða sem uppi er varðandi uppbyggingu Vestfjarðavegar um Gufudalssveit. Kristján L. Möller, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og Hreinn Haraldsson vegamálastjóri fara yfir stöðu mála ásamt sérfræðingum Vegagerðarinnar. Þá verður gefið tækifæri til fyrirspurna og umræðna.

Kynnt verður lögfræðiálit á dómi Hæstaréttar og greinargerð um stöðu málsins sem Vegagerðin hefur látið vinna. Þingmönnum Norðvesturkjördæmis og sveitarstjórum á Vestfjörðum og fulltrúum Fjórðungssambands Vestfirðinga hefur einnig verið boðið á fundinn.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta