Hoppa yfir valmynd
26. maí 2014 Dómsmálaráðuneytið

Hátt í 7 þúsund hafa greitt atkvæði utan kjörfundar

Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar vegna sveitarstjórnarkosninganna næstkomandi laugardag hefur farið hægt af stað en fer nú vaxandi. Þegar hafa verið greidd 6.850 atkvæði utan kjörfundar á landinu öllu og í sendiráðum erlendis samkvæmt upplýsingum frá Sýslumanninum í Reykjavík nú undir kvöld, 26. maí. Til samanburðar höfðu 5.431 greitt atkvæði í gær, sunnudaginn 25. maí.

Hægt er að kjósa hjá öllum sýslumannsembættum á landinu. Í Reykjavík er kosið utan kjörfundar í Laugardalshöll. Þar er opið alla daga frá kl. 10:00 – 22:00.  Á Akureyri fer atkvæðagreiðsla fram í Menningarhúsinu Hofi. Þar er opið á virkum dögum frá kl. 09:00 til 18:30. Sjá nánari upplýsingar hér um þjónustu sýslumanna.

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta