Hoppa yfir valmynd
8. maí 2013 Forsætisráðuneytið

Þriðji fundur Samráðsvettvangs um aukna hagsæld á Íslandi

Fundurinn var haldinn miðvikudaginn 8. maí á Reykjavík Natura. Á honum kynnti verkefnisstjórn hagvaxtartillögur sínar og í kjölfarið voru þær ræddar innan Samráðsvettvangsins. Tillögurnar snúa að öllum geirum hagkerfisins: opinbera geiranum, innlendri þjónustu, auðlindageiranum og alþjóðageiranum.

Kynningarnar (glærur):

  1. Fyrirkomulag Samráðsvettvangsins
  2. Áskoranir og markmið
  3. Þjóðhagsramminn
  4. Inngangur að hagvaxtartillögum
  5. Opinber þjónusta
  6. Innlend þjónusta
  7. Auðlindageirinn
  8. Alþjóðageirinn

Innan opinbera geirans er m.a. lagt til fjölþætta sameiningu og eflingu stofnana og og fjölþættar umbætur á fyrirkomulagi heilbrigðis- og menntakerfis. Í innlenda þjónustugeiranum er m.a. lagt til aðgerðir til einföldunar á tolla- og neysluskattaumhverfi og aðgerðir sem hvetja til aukinnar samkeppni. Í auðlindageiranum eru m.a. lagðar til breytingar sem ætlað er að stuðla að aukinni arðsemi í orkuframleiðslu og sjálfbærri nýtingu ferðamannastaða. Að lokum eru lagðar fram tillögur í alþjóðageiranum sem er m.a. ætlað að sporna gegn skorti á hæfu vinnuafli og tryggja aðgengi fyrirtækja að fjármagni.

Almennt ríkti mikil jákvæðni gagnvart efnisvinnu verkefnisstjórnar og samhugur var um mikilvægi þess að halda áfram vinnu Samráðsvettvangsins. Þrátt fyrir að enn eigi eftir að taka tillögur verkefnisstjórnar til frekari umfjöllunar gáfu fyrstu viðbrögð til kynna almennan stuðning við stóran hluta tillagnanna innan Samráðsvettvangsins.

Tillögurnar eiga að stuðla að auknum hagvexti og að Ísland færist ofar á lista yfir verga landsframleiðslu á mann meðal OECD ríkja. Á listanum er Ísland í 12. sæti og er stefnan sett á fjórða sætið árið 2030.

Frá þriðja fundi samráðsvettvangs um aukna hagsældFulltrúar stjórnmálaflokkanna á þriðja fundi samráðsvettvangs um aukna hagsæld

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta