Fjórði fundur Samráðsvettvangs um aukna hagsæld á Íslandi
Fundurinn var haldinn miðvikudaginn 25. september á Hótel Reykjavík Natura. Á honum tóku meðlimir vettvangsins til frekari umfjöllunar tillögur verkefnisstjórnar að þjóðhagsramma sem kynntar voru síðastliðið vor.
Til að veita meðlimum vettvangsins innsýn í framvindu síðustu mánuðina í þeim málaflokkum sem fjallað var um í þjóðhagsrammanum mættu eftirfarandi gestir og héldu erindi:
- Magnús Pétursson, ríkissáttasemjari
- Guðmundur Árnason, ráðuneytisstjóri fjármálaráðuneytisins
- Benedikt Árnason, efnahagsráðgjafi forsætisráðherra
Af erindunum að dæma er ljóst að umtalsverð skörun er í tillögum verkefnisstjórnar og þeim aðgerðum sem þegar hefur verið hafist handa við að hrinda í framkvæmd. Almenn jákvæðni ríkti innan vettvangsins um framvinduna í málefnum vinnumarkaðarins og opinberum fjármálum. Þar sem enn á eftir að móta afstöðu stjórnvalda til flestra tillagna verkefnisstjórnar í peningamálum var sá málaflokkur minna ræddur.
Á næstu mánuðum verða haldnir þrír fundir þar sem hagvaxtartillögur verkefnisstjórnarinnar verða teknar til frekari umfjöllunar innan Samráðsvettvangsins.