Hoppa yfir valmynd
26. nóvember 2018 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Horft til framtíðar – tækifæri til náms og vinnu að starfsbraut lokinni


Verkefnahópur sem ætlað er að kortleggja og koma með tillögur um úrbætur er varðar menntun, atvinnu- og tómstundarmöguleika nemenda sem lokið hafa námi á starfsbrautum framhaldsskóla hélt sinn fyrsta fund á dögunum. Hópurinn er skipaður af mennta- og menningarmálaráðherra og er honum ætlað að afla gagna og leggja mat á þörf fyrir úrræði til úrbóta og skila tillögum til ráðherra.

„Ég bind vonir við að þessi breiða nálgun á málefnið muni skila tillögum sem auðvelda okkur að samræma þjónustu, bæta upplýsingaflæði og fjölga tækifærum – til hagsbóta fyrir nemendur, aðstandendur og atvinnulífið,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra.

Í hópnum eru fulltrúar frá Landssamtökunum Þorskahjálp, Samtökum atvinnulífsins, Sambandi íslenskra sveitarfélaga og velferðarráðuneytinu auk aðstandenda nemenda og sérfræðinga mennta- og menningarmálaráðuneytisins.

Verkefnahópinn skipa:

Bryndís Snæbjörnsdóttir frá Landssamtökunum Þroskahjálp, Klara Baldursdóttir Briem frá velferðarráðuneyti, Logi Bergmann Eiðsson aðstandandi, Óskar Þór Ármannsson, sérfræðingur í mennta- og menningarmálaráðuneyti, Ragnheiður Bóasdóttir í sérfræðingur mennta-og menningarmálaráðuneyti, Sara Dögg Svanhildardóttir frá Samtökum atvinnulífsins, Selma Árnadóttir, ráðgjafi ráðherra og formaður hópsins, Unnur Helga Óttarsdóttir aðstandandi og Þorvarður Guðmundsson frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.

Að auki mun hópurinn í sinni vinnu kalla eftir sjónarmiðum ýmissa hagsmunaaðila.
Ráðgert er að verkefnahópurinn ljúki störfum næsta vor.

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

4. Menntun fyrir öll

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta