Hoppa yfir valmynd
15. apríl 2013 Dómsmálaráðuneytið

Auglýsing um kjörskrár vegna kosninga til Alþingis

Kjörskrár vegna kosninga til Alþingis sem fram eiga að fara laugardaginn 27. apríl 2013 skulu lagðar fram eigi síðar en miðvikudaginn 17. apríl 2013.

Kjörskrá skal leggja fram á skrifstofu sveitarstjórnar eða á öðrum hentugum stað sem sveitarstjórn auglýsir sérstaklega. Kjörskrá skal liggja frammi á almennum skrifstofutíma til kjördags.

Þeim sem vilja koma að athugasemdum við kjörskrá er bent á að senda þær hlutaðeigandi sveitarstjórn. Athygli er vakin á því að sveitarstjórn getur allt fram á kjördag gert leiðréttingar á kjörskrá, ef við á.

Innanríkisráðuneytið, 8. apríl 2013.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta