Vistunarmatsreglugerð breytt
Guðlaugur Þór Þórðarson, heilbrigðisráðherra, hefur gefið út nýja reglugerð um vistunarmat en samkvæmt henni lengist gildistími vistunarmatsins úr níu í tólf mánuði.
Ástæðan fyrir því að gildistíminn er lengdur er sá að Landlæknisembættinu, sem hefur yfirumsjón með vistunarmati á landsvísu, þykir níu mánuða gildistími of stuttur, en þess má geta að á liðnu ári var hann átján mánuðir. Vistunarmatsreglugerð var breytt 1. janúar sl. og var þá gengið út frá að hún yrði endurskoðuð í ljósi reynslunnar. Reglugerðin sem nú hefur verið sett byggist á þeirri reynslu.