Heilbrigðisþjónusta á heimsvísu
Ísland trónir á toppi lista Forbes tímaritsins bandaríska þar sem borin er saman árangur heilbrigðisþjónustu fjölmarga þjóða og almennt heilsufar. Það sem talið er Íslandi til tekna eru meðal annars ævilíkur karla og kvenna, útbreiðsla berkla sem hér eru næstum óþekktir og dánarhlutfall nýfæddra sem er það lægsta í heimi hér. Þá er tiltekið að hér séu hvað flestir læknar í heimi á hverja 100 þúsund íbúa, fyrir utan gæðin sem landið sjálft skilar íbúum landsins á einn og annan hátt. Forbes tímaritið byggir mat sitt meðal annars á heilbrigðistölfræði frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni, Alþjóðabankanum og Sameinuðu þjóðunum, auk annarra atriða.
Sjá nánar:
http://www.forbes.com/opinions/2008/04/07/health-world-countries-forbeslife-cx_avd_0408health.html