Rétt notkun sýklalyfja - vitundarvakning í Evrópu
Í dag er haldinn fyrsta sinni vitundarvakning um notkun sýklalyfja í Evrópu. Er þetta gert til að vekja athygli á mikilvægi sýklalyfja og réttri notkun þeirra. Ætlunin er að halda árlega slíka vitundarvakningu en í ár er athyglinni beint sérstaklega að óþarfa notkun sýklalyfja. Evrópudagur vitundarvakningar um sýklalyf er heilsuátak sem unnið er með Sóttvarnastofnun Evrópu (ECDC) í náinni samvinnu við Alþjóðaheilbrigðismálastofnunina (WHO) og marga aðra hagsmunaaðila, svo sem heilbrigðisstarfsfólk og vísindamenn. Heilbrigðisyfirvöld, heilbrigðisstarfsfólk, frjáls félagasamtök, einstaklingar og fjölskyldur eru hvött til að taka þátt í þessu átaki með eigin frumkvæði og umræðum um ábyrga notkun sýklalyfja.
Sjá nánar: http://www.landlaeknir.is/Pages/1055?NewsID=1838