Hoppa yfir valmynd
19. nóvember 2008 Heilbrigðisráðuneytið

Sameinast um að efla lýðheilsurannsóknir

Heilbrigðisráðuneytið, Lýðheilsustöð og háskólarnir í Reykjavík ætla í sameiningu að vinna að og efla rannsóknir í lýðheilsuvísindum.

Guðlaugur Þór Þórðarson, heilbrigðisráðherra, Þórólfur Þórlindsson, forstjóri Lýðsheilsustöðvar, Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands og Guðjón Magnússon, prófessor í Háskólanum í Reykjavík, rituðu undir viljayfirlýsingu um „Samstarfsvettvang um lýðheilsurannsóknir“ þegar ráðherra kynnti heilsustefnu sína í gær.

Viljayfirlýsingin þýðir að háskólarnir og Lýðheilsustöð lýsa vilja til að vinna saman að lýðheilsurannsóknum og verða tveir menn ráðnir, hvor í sínum háskóla, til að tengja saman rannsóknastarf og starf á vettvangi. Þá á að kanna hvort háskólarnir tveir gætu sameiginlega boðið upp á námskeið á þessu sviði vísindanna. Stjórn „samstarfsvettvangsins“ verður skipuð fulltrúa frá stofnununum og tveimur erlendum sérfræðingum.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta