Gæðakerfi Geislavarna vottað
Geislavarnir ríkisins hafa innleitt gæðakerfi samkvæmt ISO 9001:2000 staðlinum. Nýlega var gæðakerfið vottað af bresku staðlastofnuninni, British Standard Institute, BSI, en BSI er stærsti vottunaraðili í heiminum með meira en 40.000 viðskiptavini.
Gæðakerfi Geislavarna tekur til allra þátta í starfsemi stofnunarinnar og sett hafa verið fram mælanleg markmið samkvæmt aðferðafræði stefnumiðaðs árangursmats (Balanced Scorecard) til að ná markmiðunum og fylgja þeim eftir.
Nánari upplýsingar um vottunina og innleiðingu ISO 9001:2000 hjá Geislavörnum ríkisins má finna á vef stofnunarinnar.