Hoppa yfir valmynd
23. júní 2016 Dómsmálaráðuneytið

Mál nr. 39/2016 Úrskurður 3. júní 2016

Mál nr. 39/2016                     Eiginnafn:      Karma

 

                

Hinn 3. júní 2016 kveður mannanafnanefnd upp svohljóðandi úrskurð í máli 39/2016 en erindið barst nefndinni 25. apríl.

Um rétt aðila máls til endurupptöku fer eftir ákvæðum 24. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 eða óskráðum reglum stjórnsýsluréttar um endurupptöku.

Við endurupptöku málsins ákvað mannanafnanefnd að endurskoða fyrri úrskurð sinn. Í umsókn um nafnið er tiltekið að eignarfallsmynd þess sé Karmas. Slík brýtur í bág við 1. mgr. 5. gr. laga nr. 45/1996. Í úrskurði um málið nr. 57/2014 var einnig sagt að eignarfallsmyndin Körmu væri ótæk og sagt: „...og ekki er heldur hægt að láta eignarfallið enda á -u með hljóðvarpi rótarsérhljóðs (ef. Körmu) því að þannig beygjast eingöngu kvenkynsnöfn (t.d. Anna, ef. Önnu).“ Nefndin hefur ákveðið að endurskoða fyrri úrskurð sinn og lítur svo á að ekki séu nægileg rök fyrir því að eignarfallsmyndin Körmu sé ótæk. Í nútímamáli er karlkynsnafnið Sturla með eignarfallsendinguna -u og í fornmáli voru einnig fleiri nöfn sömu beygingar, t.d. Órækja og Skúta. Ekkert þessara nafna hefur a í stofni sem breytist í ö í aukaföllum eins og nefnt var í úrskurði um nafnið (nr. 57/2014). Við nánari skoðun teljum við þó ekki hægt að fullyrða vegna fárra dæma um karlkynsorð sem fylgja slíkri beygingu að slík beyging sé ótæk.

Úrskurðarorð:

Beiðni um eiginnafnið Karma (kk.) er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá ásamt eignarfallsmynd þess, Körmu.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta