Móttaka til heiðurs keppendum í Tókýó
Ráðherrarnir óskuðu keppendum til hamingju með að ná að tryggja sér þátttökurétt, nokkuð sem verður sífellt erfiðara, auk árangurs í keppninni. Minntu þeir á mikilvægi þess að eiga góðar fyrirmyndir og að allir eigi þess kost að stunda íþróttir.
„Það er nú, sem aldrei fyrr, mikilvægt að eiga sterkar fyrirmyndir sem gefa gott fordæmi með orðum sínum og framgöngu. Ég hlakka til að fá að fylgjast áfram með ykkur og ykkar afrekum,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra.