Hoppa yfir valmynd
7. desember 2023

Frumvörp um Náttúru- og minjastofnun og Umhverfis- og orkustofnun afgreidd úr ríkisstjórn

Stjórnarráðshúsið - mynd

Frumvörp um Náttúru- og minjastofnun og  Umhverfis- og orkustofnun voru afgreidd úr ríkisstjórn í lok nóvember. Frumvörpin hafa verið send til stjórnarflokkanna og verða að því loknu send til samþykktar forseta áður en þau verða lögð fram á Alþingi.

Árið 2024 er áformað að fari af stað undirbúningsvinna vegna nýrra stofnana, en gert er ráð fyrir að lög um Umhverfis- og orkustofnun og Náttúruverndar- og minjastofnun taki gildi í ársbyrjun 2025.

Frumvarp um Náttúrufræðistofnun komið til þingnefndar

Frumvarp um nýja Náttúrufræðistofnun er nú til vinnslu hjá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, en umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra mælti fyrir frumvarpinu þriðjudaginn 14. nóvember. Frumvarpið felur í sér að Landmælingar Íslands (LMÍ) og Náttúrurannsóknastöðin við Mývatn (RAMÝ) verði hluti af Náttúrufræðistofnun Íslands (NÍ).

Umsagnarfrestur umhverfis- og samgöngunefnd þingsins vegna frumvarpsins rann út 30. nóvember og bárust nefndinni 4 umsagnir. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að lög um nýja Náttúrufræðistofnun taki gildi í byrjun árs 2024.

Framsöguræða vegna nýrrar Náttúrufræðistofnunar

Frumvarp um náttúrufræðistofnun

Átaksverkefni í leyfisveitingum umhverfis- og orkumála

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra kynnti á ríkisstjórnarfundi í lok nóvember átaksverkefni í leyfisveitingum umhverfis- og orkumála. Átaksverkefnið byggir á nýlegri greiningu á leyfisveitingaferlum á þessu sviði og kortlagningu á mögulegum umbótatækifærum.

Brýnt er að leggja aukna áherslu á skilvirka ferla vegna leyfisveitinga og þá einkum með tilliti til stöðunnar í orkuskiptum og orkuöflun á Íslandi, sbr. skýrsla um stöðu og áskoranir Íslands í orkumálum, með vísan til áherslna og markmiða í loftslagsmálum. Tryggja þarf hámarks gæði og skilvirkni við afgreiðslu leyfa.

Átaksverkefnið samanstendur af þremur þáttum:

  • Stafræn þróun leyfisferla og umsóknagáttar og gagnsæi og upplýsingamiðlun. Stafrænt þróunarverkefni og mælaborð sem sýnir m.a. stöðu umsókna, afgreiðslutíma o.fl.
  • Aukin skilvirkni í leyfisveitingum, m.a. kortlagning ferla og flöskuhálsa, samræmi í skilyrðum leyfisveitinga og skörun og sampil stofnana.
  • Endurskoðun á regluverki, umgjörð og áherslum ráðuneytisins. Snýr m.a. að forgangsröðun verkefna, uppfærslu á regluverki og gjaldtöku stofnana.

Gert er ráð fyrir að stýrihópur ráðuneytisins haldi utan um framgang verkefnisins og samþættingu allra þátta.

Annað

Spurningum og ábendingum um stofnanabreytingarnar sem óskað er eftir að koma á framfæri skal beint til mannauðstjóra/forstöðumanna stofnana. Einnig er hægt að senda fyrirspurnir og ábendingar til mannauðsstjóra ráðuneytisins sem safnar þeim saman og sendir spurningar og svör til stofnana sem þau geta dreift til starfsfólks.

Sameiningunni er m.a. ætlað að ná þeim markmiðum að:

  • Til verði stærri, kröftugri og faglega öflugri stofnanir sem geti tekist á við áskoranir  til framtíðar og unnið að markmiðum Íslands í umhverfismálum.
  • Efla þekkingar- og fræðasamfélag og nýsköpun í opinberum rekstri.
  • Fjölga störfum á landsbyggðinni og störfum óháð staðsetningu
  • Nýta betur þekkingu og innviði og auka sveigjanleika til að takast á við stór verkefni.
  • Einfalda áætlanagerð og auka rekstrarhagkvæmni.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum