Hoppa yfir valmynd
11. febrúar 2016 Háskóla-٫ iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið

Netöryggissveitin verður efld

Starfsemi netöryggissveitar (CERT-ÍS) mun áfram heyra undir Póst- og fjarskiptastofnun og verður því ekki flutt þaðan eins og frumvarpsdrög sem kynnt voru til umsagnar sl. haust gerðu ráð fyrir. Þess í stað verður sveitin efld með gerð þjónustusamninga við rekstraraðila mikilvægra innviða samfélagsins á grundvelli núgildandi laga og reglugerðar.

Starfsemi netöryggissveitar (CERT-ÍS) mun áfram heyra undir Póst- og fjarskiptastofnun og verður því ekki flutt þaðan eins og frumvarpsdrög sem kynnt voru til umsagnar sl. haust gerðu ráð fyrir. Þess í stað verður sveitin efld með gerð þjónustusamninga við rekstraraðila mikilvægra innviða samfélagsins á grundvelli núgildandi laga og reglugerðar.

Brýnt er að rekstraraðilarnir tryggi sem best öryggi net- og upplýsingakerfa sinna og þeirra gagna sem þau hafa að geyma og að miðað sé í þeim efnum við svipaðar kröfur og í grannlöndum okkar.

Gerðar verða breytingar á löggjöf um starfsemi netöryggissveitarinnar í tengslum við væntanlega gildistöku og innleiðingar hinnar svokölluðu NIS tilskipunar (Network Information Security).

Ráðuneytið vinnur að þessu verkefni í samvinnu við Póst- og fjarskiptastofnun og síðar þá aðila sem málið mun varða.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta