Hoppa yfir valmynd
2. mars 2023 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Frumvarp um sjálfstæði raforkueftirlits í samráðsgátt

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið hefur sett til kynningar í Samráðsgátt stjórnvalda drög að frumvarpi til breytinga á ýmsum lögum í tengslum við sjálfstæði raforkueftirlits Orkustofnunar.

Frumvarpið var unnið í kjölfar samskipta íslenskra stjórnvalda og Eftirlitsstofnunar EFTA í tengslum við innleiðingu raforkutilskipunar ESB.

Með frumvarpinu er lagt til að aðgreina með skýrari hætti á milli Orkustofnunar og raforkueftirlits stofnunarinnar. Sérstaklega er tilgreint að innan Orkustofnunar skuli starfa sérstök eining sem beri heitið Raforkueftirlitið. Hlutverk þess verði að sinna raforkueftirliti en gert er ráð fyrir því að orkumálastjóri geti einnig falið eftirlitinu önnur verkefni. Í sjálfstæði Raforkueftirlitsins felst meðal annars að ákvarðanir þess við framkvæmd raforkueftirlits eru án áhrifa frá orkumálastjóra eða annarra utanaðkomandi afskipta. Lagt er til að Raforkueftirlitinu verði stýrt af embættismanni sem orkumálastjóri skipi til fimm ára í senn. Þá verði sérstaklega mælt fyrir um aðskildar fjárúthlutanir til Orkustofnunar og Raforkueftirlitsins.

Frestur til athugasemda er til 13. mars.

Drög að frumvarpi til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna sjálfstæðs raforkueftirlits

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta