Punktur í ökuferilsskrá vegna notkunar farsíma við akstur
Reglugerð nr. 431/1998, um ökuferilsskrá og punktakerfi vegna umferðarlagabrota, hefur verið breytt þannig að ökumenn sem nota farsíma, án handfrjáls búnaðar, við akstur mega búast við því að fá punkt í ökuferilsskrá sína.
Tekið hefur gildi ný reglugerð nr. 971/2004 um breytingu á reglugerð nr. 431/1998 um ökuferilsskrá og punktakerfi vegna umferðarlagabrota.
Breytingin felur einna helst í sér að 1 punktur færist á ökuferilsskrá ef ökumaður er staðinn að því að nota farsíma án handfrjáls búnaðar við akstur bifreiðar.