Hoppa yfir valmynd
16. desember 2022 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

24.900 manns fá eingreiðslu fyrir jólin í dag

Alls munu 24.900 manns fá eingreiðslu í dag þegar Tryggingastofnun afgreiðir eingreiðslu til örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega. Alþingi samþykkti frumvarp þess efnis síðastliðinn miðvikudag og hefur allt kapp verið lagt á að greiðslan berist svo fljótt sem auðið er.

Eingreiðsluna fá þau sem eiga rétt á greiðslu örorku- eða endurhæfingarlífeyris á árinu 2022 og er hún 60.300 kr. Hafi lífeyrisþegi fengið greitt hluta úr ári er eingreiðslan í hlutfalli við greiðsluréttindi viðkomandi á árinu.

Eingreiðslan telst ekki til tekna lífeyrisþega og leiðir ekki til skerðingar annarra greiðslna.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta