AUGLÝSING
Stjórn Framkvæmdasjóðs aldraðra auglýsir eftir umsóknum um framlög úr sjóðnum árin 2005 og 2006. Umsækjendum sem hlotið hafa styrk en hafa ekki fengið hann greiddan að fullu, ber að endurnýja umsóknir sínar. Nota skal sömu gerð af umsóknareyðublöðum og áður og fylla þær út með upplýsingum um stöðu verka. Allar aðrar umsóknir skal sækja um á nýjum eyðublöðum, en þau má nálgast í afgreiðslu heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins eða á vef þess, ásamt skilmálablöðum.
Umsókn vegna eldri verkefna skal fylgja ársreikningur 2003 endurskoðaður af löggiltum endurskoðanda og kostnaðaryfirlit yfir fyrstu níu mánuði ársins 2004.
Sjóðsstjórn áskilur sér rétt til að vísa umsókn frá sé ofangreindum skilyrðum ekki fullnægt.
Umsóknir skulu hafa borist sjóðsstjórninni fyrir 1. febrúar 2005.
Póstáritun:
Stjórn Framkvæmdasjóðs aldraðra
heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu
Vegmúla 3, 150 Reykjavík.
Umsóknareyðublöð og skilmálablöð á heimasíðu ráðuneytisins...
Stjórn Framkvæmdasjóðs aldraðra
5. janúar 2005