Tölur um lyfjanotkun á Norðurlöndunum
Lyfjakostnaður er hlutfallslega hæstur á Íslandi samkvæmt samanburði á milli Norðurlandaþjóðanna. Aftur á móti er neysla lyfja mæld í dagskömmtum með því minnsta sem gerist hér á landi. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri skýrslu norrænu stofnunarinnar NOMESCO um lyfjanotkun á Norðurlöndunum árin 1999-2003. Samkvæmt skýrslunni var lyfjakostnaður á hvern Íslending árið 2003 um 588 evrur, sem svarar tæpum 50.000 kr. á ári. Næstir Íslendingum komu Finnar með 403 evrur á mann, þá Norðmenn með 379 evrur, 350 evrur í Danmörku og 330 evrur í Svíþjóð. Helstu ástæður fyrir háum lyfjakostnaði hér á landi eru sagðar lítill markaður, kostnaðarsöm lyfjadreifing og tilhneiging til að skipta eldri lyfjum út fyrir ný lyf sem jafnan eru dýrari. Í skýrslunni er gerð grein fyrir mismunandi fyrirkomulagi lyfjamála á Norðurlöndunum og helstu aðferðum sem beitt er til að stemma stigu við ört vaxandi lyfjakostnaði.
Skýrslan...
(http://www.nom-nos.dk/Medicinebook/medicinebook.htm)